Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 30. október 2011 00:01 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira