Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:37 Mynd/HAG Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“ Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“
Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira