Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 22:00 Elísabet Gunnarsdóttir gekk í raðir Fram fyrir skemmstu. Mynd/Fram.is Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni