Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs 27. ágúst 2011 21:10 Lewis Hamilton var áminntur af dómurum á Spa brautinni í Belgíu í dag. Mynd: McLaren F1 Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar. Formúla Íþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega. Maldonado verður færður úr 16 sæti á ráslínu í það 21 fyrir kappaksturinn vegna atviksins, en Hamilton fékk aðeins áminningu. Kapparnir tveir voru á öndverðum meiði varðandi atvikið, en bílarnir rákust nokkuð harkalega saman. „Ég hef ekki talað við hann (Maldonado) til að vita hans hlið, en það er ljóst af myndbandi að við erum að aka beinan kafla, sem liggur þó aðeins til hægri. Hann er á hægri hliðinni og ég vinstri og kemst ekki meira til vinstri en raun var. Á einhvern hátt skellur hann á mér og það er annarra að skilgreina hvað gerðist, en ég keyrði ekki á neinn", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann taldi lán í óláni að bíllinn skemmdist ekki meira en raun bar vitni og hann kláraði lokumferð tímaökunnar og er annar á ráslínu á eftir Sebastian Vettel í kappakstrinum á morgun. Maldonado var spurður á því hvort hann hefði vísvitandi keyrt á Hamilton. „Nei. Ég reyndi að komast framúr honum af því hann hægði á sér. Þetta lítur út eins og beinn kafli, en það er beygja þarna, en kannski var hann að beygja á meðan ég keyrði beint. Það er erfitt að segja. Það var engin ástæða til að aðhafast neitt (eftir að bílarnir höfðu lokið annarri umferðinni). Það er ljóst að báðir gerðu mistök", sagði Maldonado. Dómarar litu yfir málið og létu sinn dóm falla, en þá gáfu þeir líka fjórum ökumönnum leyfi til að keppa á morgun sem höfðu ekki náð lágmarks aksturstímanum í tímatökunni, en aðstæður voru erfiðar vegna rigningar. Það verða því 24 bílar á ráslínunni á morgun og Michael Schumacher afstastur á Mercedes eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira