Logi leggur skóna á hilluna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 10:06 Logi Geirsson í leik með FH á síðasta tímabili. Mynd/Daníel Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson" Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Logi varð Íslandsmeistari með FH á síðustu leiktíð en hann gat lítið spilað vegna meiðslanna á síðari hluta tímabilsins. Hann lék lengi sem atvinnumaður með þýska liðinu Lemgo og varð Evrópumeistari með liðinu í tvígang - er liðið vann EHF-bikarkeppnina árin 2006 og 2010. Logi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug og vann bæði til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og svo brons á EM í Austurríki í fyrra. Yfirlýsing Loga í heild sinni: „„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar" „Síðastliðin tvö ár hef ég verið að glíma við meiðsli í hægri öxl sem hafa gert mér erfitt fyrir að spila handbolta af fyrri krafti, þá íþrótt sem ég hef elskað frá barnsaldri. Í stað þess að halda áfram og bíða og vona að öxlin nái fyrri krafti þá hef ég ákveðið að leggja handboltaferilinn á hilluna frægu. Ferillinn minn í handbolta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Minningar og árangur sem enginn getur tekið frá mér. Tvisvar sinnum EHF-CUP meistari með Lemgo 2006 og 2010, Íslandsmeistaratitill með FH, bronze með landsliðinu 2010 á EM og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2011, auk þess sem ég hef verið sæmdur Fálkaorðu fyrir árangur minn á vellinum. Ég er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þjálfun minni, keyrt mig á æfingar, lánað mér handklæði, leiðbeint mér eða klappað fyrir mér fyrir framan sjónvarpið á mínum stærstu stundum sem íþróttamaður. Ég er mjög vel meðvitaður um að árangur minn, er árangur margra. Hafnarfjörður er vagga handboltans á Íslandi og mun ég beita mér fyrir því að íþróttin vaxi og dafni áfram í Hafnarfirði sem og á öllu Íslandi, þó svo að ég muni sinna því utan vallar framvegis. Þetta er búið að vera eitt risastórt ævintýri sem ég fór inní með þeim formerkjum að gefa af mér. Hvort sem það var innan sem utan vallar. Síðustu misseri hafa mér boðist tækifæri í markaðsetningu og kynningarvinnu fyrir Asics á Íslandi. Merkið er eitt það mest spennandi í íþróttum um um þessar mundir og hlakka ég til að vinna að framgöngu þess hérna heima og sanna mig á nýjum vettvangi ásamt því að klára viðskiptafræðinámið sem ég var byrjaður á. Á sama tíma langar mig að einbeita mér að því sem hefur á síðustu árum orðið eins og ein af ástríðum mínum en það er að tala við ungt fólk um tækifærin sem bíða þeirra, bæði innan vallar og utan. Ég mun halda áfram að flytja fyrirlesturinn minn "Það fæðist enginn atvinnumaður" Því allir geta orðið atvinnumenn, allir geta risið upp og farið fram úr eigin væntingum, allir geta náð árangri. Mig langar til að einbeita mér að því næstu árin að tálga meðalmennskuna utan af framtíðaratvinnufólki og hjálpa því að ná árangri sem það trúði ekki að það ætti möguleika á að ná. Upp með seglin og berjast. Baráttukveðjur Logi Geirsson"
Íslenski handboltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira