Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund 15. júní 2011 14:52 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?" Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?"
Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00