Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 10:58 Ingibjögr Sólrún Gísladóttir gagnrýnir saksóknara Alþingis harðlega. „Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“. Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05
Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent