Geir: Ólafur búinn að læra þessa hegðun af þeim stóru í útlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2011 19:55 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira