Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt Erla Hlynsdóttir skrifar 7. júní 2011 11:46 Geir Haarde hittir stuðningsmenn sína í Hörpu klukkan fimm Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs. Landsdómur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs.
Landsdómur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira