Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 15:00 HK og Haukar eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar en Valsmenn geta reyndar enn blandað sér í þá baráttu. Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu) Olís-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu)
Olís-deild karla Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira