Icesave í erlendum fjölmiðlum Sveinn Valfells skrifar 24. mars 2011 06:00 "Bless the Icelandic people" skrifaði Financial Times í desember á síðasta ári og dáðist að því að Íslendingar hefðu hafnað Icesave II. Ríkisábyrgð á innistæðum umfram tryggingar Tryggingasjóðs væri lagalega hæpin og alls ekki sanngjörn. Bresk og hollensk yfirvöld myndu sjálf aldrei viðurkenna kröfur erlendra innlána á allt að þriðjungi árlegrar þjóðarframleiðslu ef þarlendur banki færi í þrot. Financial Times sagði að Íslendingar hefðu sætt „einelti" og fullyrti að afstaða Íslendinga hafi varpað ljósi á óþægileg sannindi: að stjórnvöldum þjóða væri ekki stætt á því að láta almenning borga fyrir tap einkabanka, að innstæðutryggingakerfi ESB væri ófullnægjandi, og að skiptameðferð alþjóðlegra banka væri ábótavant. Í febrúar á þessu ári skrifar Financial Times aftur um Icesave og hvetur fólk um heim allan til að fylgjast með Icesave, himinninn hafi ekki hrunið þó íslenska þjóðin hafi neitað að borga fyrir mistök bankamanna. Síðar í febrúar fjallar Wall Street Journal einnig um Icesave. Wall Street Journal segir að Bretar og Hollendingar hafi að eigin frumkvæði ákveðið að bæta borgurum sínum skaða vegna taps á innistæðum þeirra í Landsbanka, en það sé algerlega óljóst hvers vegna Íslendingum beri að endurgreiða Bretum og Hollendingum það fé. Skiljanlegt sé ef Íslendingum finnist auðveldast að ljúka málinu núna en það réttlæti engan veginn rúmlega tveggja ára rógsherferð Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi. Tvö helstu dagblöð alþjóðafjármála, Financial Times og Wall Street Journal, hafa bæði lýst miklum efasemdum um framkomu Breta og Hollendinga og lögmæti krafna þeirra. Vonandi hafnar íslenska þjóðin Icesave þann 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
"Bless the Icelandic people" skrifaði Financial Times í desember á síðasta ári og dáðist að því að Íslendingar hefðu hafnað Icesave II. Ríkisábyrgð á innistæðum umfram tryggingar Tryggingasjóðs væri lagalega hæpin og alls ekki sanngjörn. Bresk og hollensk yfirvöld myndu sjálf aldrei viðurkenna kröfur erlendra innlána á allt að þriðjungi árlegrar þjóðarframleiðslu ef þarlendur banki færi í þrot. Financial Times sagði að Íslendingar hefðu sætt „einelti" og fullyrti að afstaða Íslendinga hafi varpað ljósi á óþægileg sannindi: að stjórnvöldum þjóða væri ekki stætt á því að láta almenning borga fyrir tap einkabanka, að innstæðutryggingakerfi ESB væri ófullnægjandi, og að skiptameðferð alþjóðlegra banka væri ábótavant. Í febrúar á þessu ári skrifar Financial Times aftur um Icesave og hvetur fólk um heim allan til að fylgjast með Icesave, himinninn hafi ekki hrunið þó íslenska þjóðin hafi neitað að borga fyrir mistök bankamanna. Síðar í febrúar fjallar Wall Street Journal einnig um Icesave. Wall Street Journal segir að Bretar og Hollendingar hafi að eigin frumkvæði ákveðið að bæta borgurum sínum skaða vegna taps á innistæðum þeirra í Landsbanka, en það sé algerlega óljóst hvers vegna Íslendingum beri að endurgreiða Bretum og Hollendingum það fé. Skiljanlegt sé ef Íslendingum finnist auðveldast að ljúka málinu núna en það réttlæti engan veginn rúmlega tveggja ára rógsherferð Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi. Tvö helstu dagblöð alþjóðafjármála, Financial Times og Wall Street Journal, hafa bæði lýst miklum efasemdum um framkomu Breta og Hollendinga og lögmæti krafna þeirra. Vonandi hafnar íslenska þjóðin Icesave þann 9. apríl.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar