Virðum réttindi Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Eiríkur Jónsson: skrifa 24. mars 2011 09:51 Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar