Glæsilegur sigur hjá Íslandi gegn Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2011 15:59 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar unnu frábæran sigur, 36-31, á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2011 og hreinlega varð að vinnast. Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í kvöld og það var hrein unun að fylgjast með leik liðsins. Fyrri hálfleikur var hreint stórbrotinn hjá strákunum en þá keyrðu þeir Þjóðverjana gjörsamlega í kaf. Björgvin Páll varði 14 skot í hálfleiknum, Guðjón Valur skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og Aron var einnig magnaður með 6 mörk. Þjóðverjar áttu engin svör við frábærum leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi 21-14. Strákarnir pössuðu upp á að gefa ekkert eftir í síðari hálfleik. Juku við forskotið í upphafi en um miðjan hálfleik fóru Þjóðverjar að saxa á forskotið sem var mest níu mörk. Þegar Þjóðverjar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 27-23, sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Gáfu aftur í og skildu Þjóðverjana eftir í hæfilegri fjarlægð. Þeir þurfa að endurtaka leikinn næsta sunnudag er liðin mætast á nýjan leik og að þessu sinni í Þýskalandi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland-Þýskaland 36-31 (21-14) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12 (13), Aron Pálmarsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 7/3 (10/4), Alexander Petersson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).Utan vallar: 10 mín.Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)Utan vallar: 12 mín Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Strákarnir okkar unnu frábæran sigur, 36-31, á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2011 og hreinlega varð að vinnast. Strákarnir okkar sýndu sparihliðarnar í kvöld og það var hrein unun að fylgjast með leik liðsins. Fyrri hálfleikur var hreint stórbrotinn hjá strákunum en þá keyrðu þeir Þjóðverjana gjörsamlega í kaf. Björgvin Páll varði 14 skot í hálfleiknum, Guðjón Valur skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum og Aron var einnig magnaður með 6 mörk. Þjóðverjar áttu engin svör við frábærum leik íslenska liðsins og staðan í leikhléi 21-14. Strákarnir pössuðu upp á að gefa ekkert eftir í síðari hálfleik. Juku við forskotið í upphafi en um miðjan hálfleik fóru Þjóðverjar að saxa á forskotið sem var mest níu mörk. Þegar Þjóðverjar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 27-23, sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Gáfu aftur í og skildu Þjóðverjana eftir í hæfilegri fjarlægð. Þeir þurfa að endurtaka leikinn næsta sunnudag er liðin mætast á nýjan leik og að þessu sinni í Þýskalandi. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og má sjá lýsinguna hér að neðan. Ísland-Þýskaland 36-31 (21-14) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 12 (13), Aron Pálmarsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 7/3 (10/4), Alexander Petersson 3 (4), Róbert Gunnarsson 3 (4), Sverre Jakobsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Arnór Atlason 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/2 (54/3) 43%.Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 6, Róbert, Ingimundur, Sverre).Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Ólafur, Aron).Utan vallar: 10 mín.Mörk Þýskalands (skot): Mimi Kraus 5 (11/1), Christian Sprenger 4 (6), Lars Kaufmann 4 (6), Uwe Gensheimer 3/1 (7/2), Dominik Klein 3 (4), Sebastian Preiss 3 (3), Michael Haass 3 (4), Adrian Pfahl 2 (6), Steffen Weinhold 2 (4), Pascal Hens 1 (2), Patrick Groetzki 1 (3).Varin skot: Silvio Heinevetter 7 (28/2) 25%, Carsten Lichtlein 2 (17/2) 12%.Hraðaupphlaup: 2 (Sprenger, Kraus).Fiskuð víti: 3 (Pfahl, Heinl, Weinhold)Utan vallar: 12 mín
Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira