Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES Heimir Már Pétursson. skrifar 21. febrúar 2011 18:48 Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur. Icesave Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur.
Icesave Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira