Krabbamein hjá körlum Laufey Tryggvadóttir skrifar 6. mars 2010 06:00 Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun