Uppköst og dramatík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2010 09:01 Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun