Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 25. nóvember 2010 20:55 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni