Orkan seld á næstu misserum 22. október 2010 04:00 Katrín Júlíusdóttir Iðnaðarráðherra boðaði ekki álver á Bakka með orðum sínum í fréttum í vikunni, þótt hún segði stórfellda atvinnuuppbyggingu vísa á Norðausturlandi. Þetta áréttaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eftir fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Ég sagði að verkefnisstjórnin, sem vinnur að því að koma af stað atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi, teldi að mál væru það langt komin að við þyrftum að fara að undirbúa samfélagið undir stórfellda atvinnuuppbyggingu,“ sagði Katrín. „Töluverður munur er á stórfelldri atvinnuuppbyggingu og stóriðju á Bakka. Ég held að við þurfum öll að fara að lenda á jörðinni í þessu efni og hætta að tortryggja hvert annað.“ Katrín segir fyrir liggja að sex verkefni af fjölbreyttum toga hafi komist í A og B flokk verkefna hjá verkefnisstjórninni fyrir norðan og hafi yfirlýstan áhuga á orkukaupum. „Þess vegna telur nefndin nú Landsvirkjun þurfa að taka að sér stjórn á orkusölunni. Álitaefni séu uppi þegar komi að orkufrekum verkefnum svo sem vegna álversins á Bakka. Það sé hins vegar samningsatriði milli Landsvirkjunar og þeirra sem að verkefnunum standa hvernig leyst verði úr því. Um leið áréttaði Katrín að Landsvirkjun hefði eytt á annan tug milljarða í undirbúning orkuvinnslu fyrir norðan. „Þessi orka verður seld til atvinnuuppbyggingar á næstu misserum.“ - óká Fréttir Innlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Iðnaðarráðherra boðaði ekki álver á Bakka með orðum sínum í fréttum í vikunni, þótt hún segði stórfellda atvinnuuppbyggingu vísa á Norðausturlandi. Þetta áréttaði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eftir fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Ég sagði að verkefnisstjórnin, sem vinnur að því að koma af stað atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi, teldi að mál væru það langt komin að við þyrftum að fara að undirbúa samfélagið undir stórfellda atvinnuuppbyggingu,“ sagði Katrín. „Töluverður munur er á stórfelldri atvinnuuppbyggingu og stóriðju á Bakka. Ég held að við þurfum öll að fara að lenda á jörðinni í þessu efni og hætta að tortryggja hvert annað.“ Katrín segir fyrir liggja að sex verkefni af fjölbreyttum toga hafi komist í A og B flokk verkefna hjá verkefnisstjórninni fyrir norðan og hafi yfirlýstan áhuga á orkukaupum. „Þess vegna telur nefndin nú Landsvirkjun þurfa að taka að sér stjórn á orkusölunni. Álitaefni séu uppi þegar komi að orkufrekum verkefnum svo sem vegna álversins á Bakka. Það sé hins vegar samningsatriði milli Landsvirkjunar og þeirra sem að verkefnunum standa hvernig leyst verði úr því. Um leið áréttaði Katrín að Landsvirkjun hefði eytt á annan tug milljarða í undirbúning orkuvinnslu fyrir norðan. „Þessi orka verður seld til atvinnuuppbyggingar á næstu misserum.“ - óká
Fréttir Innlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira