Svala Björgvins bloggar um tísku 23. júní 2010 12:00 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm
Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira