Sjávarútvegsmál og ESB aðild 3. ágúst 2010 06:00 Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar