Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra 24. september 2010 06:30 Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira