Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra 24. september 2010 06:30 Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent