Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 18:56 Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent