Áhersla á erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. desember 2010 06:00 Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun