Brugðist við gagnrýni 8. október 2010 06:00 Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Forkostuleg og ósanngjörn umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um ráðningu skrifstofustjóra í Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Hún er ósanngjörn vegna þess að sá sem ráðinn var í stöðuna hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Jóhann Guðmundsson heitir maðurinn. Hann hefur starfað í aldarfjórðung í stjórnsýslunni, þar af í ellefu ár sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Í fjögur ár var hann einn af fulltrúum stjórnarráðsins í Brussel. Hann hefur m.a. haft þann starfa að undirbúa lagafrumvörp í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti og verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Meðal annars vegna þessarar reynslu sinnar, auk þess sem hann hefur tilskilda menntun, var Jóhann metinn hæfastur af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, sem fóru yfir málið. Reynsla Jóhanns og þekking réð þar mestu um en þess skal getið að margir hæfir einstaklingar voru um hituna. Þrátt fyrir það var niðurstaðan afgerandi. Rökin voru sannfærandi fyrir þessari niðurstöðu og var Jóhann ráðinn á grundvelli hennar. Tími húsmennsku er liðinn!Nú kemur að hinni forkostulegu hlið þessa máls. Jóhann hefur verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra. Á þeirri forsendu leggja nú ýmsir kapp á að tortryggja ráðningu hans. Um það vil ég segja tvennt. Jóhann Guðmundsson er ekki, alla vega svo ég viti til, skráður í neinn stjórnmálaflokk. Í öðru lagi hefði það ekki átt að útiloka hann jafnvel þótt svo væri. Tími „húsbænda og hjúa“ er liðinn – eða á að vera það. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki verkfæri þeirra heldur sjálfstæðir einstaklingar sem á að meta sem slíka og láta þá ekki gjalda starfa sinna þótt þau tengist stjórnmálamönnum. Slíkt væri í anda MaCarthys, bandaríska öldungadeildarþingmannsins, sem á tíma Kaldastríðsins hamaðist gegn öllum sem grunur lék á að hefðu vinstri sinnaðar skoðanir og varð frægur að endemum. Eða Berufsverbot í Þýskalandi eftirstríðsáranna, sem lét félagslega þenkjandi fólk gjalda skoðana sinna. Nú er þessu ekki einu sinni fyrir að fara. Heldur er það gert tortryggilegt að umsækjandi um stöðu starfaði með einstaklingum með tilteknar skoðanir! Sama niðurstaðaÝmsir hafa orðið til að leggja orð í belg í þessari umræðu. Þannig segir prófessor við Háskóla Íslands í fréttum RÚV að slæmt sé að ráðherrar hafi „afskipti“ af ráðningum. Nokkrir fjölmiðlamenn dylgja um annarleg sjónarmið. En hvaða „fagfólk“ vilja þeir að hafi ráðningarvaldið? Prófessorar? Ráðningarskrifstofur? Eða er það kannski í lagi að stjórnmálamenn, sem þurfa öðrum fremur að standa skil gerða sinna, hafi ábyrgðina á hendi? Að mínu mati er það vinnsluferlið og niðurstaðan sem endanlega skiptir máli. Eða snýst ekki spurningin um að rétt sé að verki staðið? Að niðurstaðan sé sanngjörn? Að allir njóti sannmælis? Umsækjandinn, og kannski líka stöðuveitandinn – jafnvel þótt hann sé stjórnmálamaður? Hefði Jóhann Guðmundsson sloppið við ómaklegar dylgjur ef starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ráðið hann til starfa án milligöngu minnar? Niðurstaðan hefði verið hin sama. Skiljanleg gagnrýniEn hvað veldur gagnrýninni? Hún er ekki einskorðuð við skrif í prentmiðlum eða fréttir í fjölmiðlum. Hún nær miklu víðar og birtist til dæmis víða í bloggheimum. Mín tilfinning er sú að verið sé að gagnrýna mismunun og leyndarhyggju sem viðgengist hefur til margra ára og áratuga. Þótt það sé þessi ráðning sem gagnrýnin beinist nú að, þá þykir þeim sem gagnrýna hana hún vera dæmigerð um það sem viðgengist hefur um langan aldur, leyndarhyggju og pólitíska mismunun. Krafan nú er um gerbreytt vinnubrögð hvað þetta varðar, nokkuð sem ég get tekið undir. Þá er viðfangsefnið þetta: Hvernig má tryggja að allir fái notið sannmælis, og þá ekki síst sá sem sækir um stöðu og hlýtur hana? Hvernig á að haga málum þannig að pólitísk ábyrgð sé fyrir hendi en byggð á eðlilegu og sanngjörnu mati? Viðfangsefnið er að eyða tortryggni þar sem hún á ekki heima. Fyrsta skrefið er að þeir sem hafa ráðingarvaldið á hendi séu reiðubúnir að ræða málin opinskátt og bregðist við gagnrýni. Þetta greinarkorn er viðleitni í þá átt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun