Ákært um eða eftir áramót 2. nóvember 2010 06:45 Sigríður Friðjónsdóttir Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira