Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu Birkir Hólm Guðnason skrifar 6. janúar 2010 00:01 Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun