Staksteinn 10. júlí 2010 06:00 Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Margir hljóta að finna til með Davíð Oddssyni ritstjóra. Það er beisklegt fyrir þann sem hefur sinnt stjórnmálum öll manndómsár sín, farið lengi með fyllstu völd í höfuðborg landsins og í ríkisstjórn, þar á eftir í Seðlabanka Íslands, hefur hrundið í framkvæmd óskadraumi sínum um íslenzka nýfrjálshyggjuþjóðfélagið, en stendur síðan á snöggu augabragði í rjúkandi brunabæli þess og getur ekki, innst inni, kennt neinum eins mikið og sjálfum sér um það hvernig fór. Einkennilegt var að hugsa til þessa forystumanns þegar seint í hrunadansinum birtist í sjónvarpi fréttamynd sem sýndi hvar hann, seðlabankastjórinn, gekk fram og aftur um salargólf í stofnun sinni og hélt á tekrús, því maður skynjaði glöggt að sú tekrús var það eina sem þá var fast í hendi í Seðlabanka Íslands. En „böllin verða að kontinúerast“ eins og þar stendur. Og nú hefur þessi ráðagóði Móses Sjálfstæðisflokksins tekið að sér nýja forystu til heilla og hamingju okkur öllum, í hópi með ýmsum öðrum pikkalóum útgerðarbraskaranna og búnaðarbraskaranna. Orðið hefur til einhver kómískasta þverpólitík í gjörvallri kristninni, hin blágræna þverpólitík gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blágræna þverpólitíkin er þó ekki eingöngu kómísk, því er nú verr og miður, heldur er viss þáttur hennar beinlínis fyrirlitlegur, þetta þjóðmont sem gegnsýrir hana, í raun og veru sama þjóðmontið og ríkti á víkingaöld hinni síðari, þessi „reigingslegi þjóðarmetnaður“ sem Árni Pálsson prófessor talar um í grein árið 1926. Þar ritar hann um gang mála hérlendis frá því um aldamótin 1900, nefnir það sem vel hafði verið af hendi leyst, en bætir við orðum sem hefðu getað verið sögð í gær: „Flest er hér nú ýmist í ökkla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstæki og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum.“ Hyldýpishaf er á milli ættjarðarástar og reigingslegs þjóðarmetnaðar. Hans tekur ekki að gæta að verulegu marki meðal Íslendinga fyrr en um og upp úr aldamótunum 1900, en hefur síðan verið hagnýttur oftar en einu sinni í pólitísku skyni. Hver man til dæmis ekki fyrirganginn út af EES-samningnum. Andstæðingarnir sumir töldu hann svikráð og Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, var forsmáð af reigingslegum þjóðmetnaðarmönnum fyrir að hafa staðfest lagagildi samningsins með undirskrift sinni. Hafi EES-samningurinn verið svikráðasamningur í upphafi, ætti hann að vera það enn frekar nú, þar sem Alþingi hefur á umliðnum tíma leitt í lög æ fleiri klásúlur sem tengjast honum. Hins vegar heyrist enginn lengur jafna EES-samningnum við svikráð. Ætli svikráðaþusið núna vegna hugsanlegrar ESB-aðildar Íslands sé ekki ámóta gáfulegt og hitt þusið hér á árunum. En sleppum þessu. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir ganga nú, eins og segir í söngtextanum, hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun