Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Ingimar Karl Helgason skrifar 26. ágúst 2010 18:20 Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum. Skroll-Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Fréttastofan fór yfir allar fundargerðir Heilbrigiðiseftirlits suðurlands, frá því í mars í fyrra og til dagsins í dag. Þar er erindi ábúenda á Friðarstöðum í engu getið. Fréttastofa bar áhyggjur ábúenda á Friðarstöðum undir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitsins, gaf ekki kost á viðtali. Hún fullyrðir hins vegar að sýni hafi verið tekin úr neysluvatni í hveragerði síðla árs 2007. Þá hafi arsen vart mælt í vatninu; (verið minna en núll komma eitt míkrógramm í lítra). Haustið tvöþúsund og átta, eftir suðurlandsskjálftana það ár, hafi mælingar varla sýnt arsen (sýnt að magn arsent væri núll komma núll fimm míkrógrömm í lítranum.) Þá um vorið, fimmta maí, segir Elsa Ingjaldsdóttir, hafi verið gerð heildarúttekt á vatninu á Friðarstöðum. Magn arsens hafi þar mælst núll komma núll fimm míkrógrömm í lítanum. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, hafa ábúendur á friðarstöðum sett sig í samband við Heilbrigðiseftirlitið, snemma í apríl og beðið um athugun á vatninu. Síðan fást þau svör að slíkt sýnataka kosti hundrað þúsund krónur, sem greiðist af þeim sem óski eftir sýnatökunni; enda hafi eftirlitið hvorki heimildir né fjármagn til að greiða kostnað sem hljótist af beiðnum sem ekki falli undir lögbundið hlutverk. Friðarstaðaábúendur spyrja þá á móti hvort það sé ekki lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlitsins að kanna hvort neysluvatn sé í lagi - það virðist síðan hafa verið gert. Í reglugerð um neysluvatn segir að miða sé við tíu míkrógrömm af arseni í lítra neysluvatns. Fram kemur í matsskýrslu fyrir stækkun Hellisheiðarvirkjunar að styrkur arsens í affallsvatni næmi sjötíu og fjórum míkrógrömmum. Rætt er um að gerðar verði ðeigandi ráðstafanir. Fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur í fyrra, um mosaskemmdir vegna gufu frá Hellisheiðarvirkjun, að rannsaka þurfi frekar þolmörk mosans gagnvart ákveðnum efnum, og er arsen þar sérstaklega tiltekið ásamt fleiri efnum. Orkuveita Reykjavíkur upplýsti fréttastofu að rannsóknir stæðu enn, þó hefði ekki verið farið í beint framhald. Kannað væri hvort styrkja megi mosann með áburðu og öðrum plöntum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira