Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 16:15 Logi á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm „Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti