Nemendur koma vanbúnir í háskóla kolbeinn@frettabaldid.is. skrifar 1. júlí 2010 05:00 Líf og fjör á háskólatorgi. fréttablaðið/stefán Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur. Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur.
Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira