Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa 28. júní 2010 19:06 Hlaup í Skaftá. Myndin var tekin í dag. Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan. Hlaup í Skaftá Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira