Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2 12. apríl 2010 19:09 Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira