Umfjöllun: Danir unnu Íslendinga með einu marki Hjalti Þór Hreinsson skrifar 9. júní 2010 20:51 Sverra Jakobsson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira