Öflugt íþróttastarf ungmenna 12. nóvember 2010 05:30 Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun