– og hvað svo ... Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2010 11:44 Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig.