Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. apríl 2010 19:15 Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. Rannsóknarskýrslan fer ítarlega yfr atburðarásina Glitnishelgina í lok september 2008 þegar ákveðið var að þjóðnýta Glitni. Kaflinn er áfellisdómur yfir vinnubrögðum Seðlabankans þessa helgi: meðal annars hafi rannsókn á stöðu Glitnis verið ófullnægjandi,og Seðlabankinn ekki beitt heimild sem hann þó hafði - til að fara inn í Glitni og sækja sér upplýsingar. Davíð og fleiri töldu sig ekki hafa haft heimild til þess - því hafnar rannsóknarnefndin. Niðurstaða nefndarinnar: Seðlabankinn hafði ekki næga yfirsýn yfir stöðu Glitnis - og þar með ekki forsendur til að meta hvort hin afdrifaríka ákvörðun um þjóðnýtingu væri skynsamleg leið. Þessi vinnubrögð - kallar nefndin "verulega vanrækslu af hálfu bankastjórnar Seðlabankans." Tveimur dögum eftir að málið var frágengið - barst hins vegar Seðlabankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldara bankans. Davíð segir þá svo frá: „Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki" þarna daginn eftir ... þá sé ég að eigandi bankans virðist í þeim tölum skulda 170 milljarða... Þá er forstjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður ... og sýndi honum þessar tölur, þar sem var sko Baugur, Gaumur og FL-Group og Landic Property ... þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir." Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: „Þú talar ekki svona við mig drengur." Þá gagnrýnir nefndin harðlega að engin skrifleg gögn voru til taks fyrir talsmenn Glitnis á sunnudagskvöldinu - þegar þeim var tilkynnt um 75% kaup ríkis á bankanum. Það kallar nefndin "ótæk vinnubrögð" af hálfu Seðlabankans. Þótt nefndin telji nú - að Seðlabankinn hafi í raun í illa undirbúnu flaustri tekið þessa afdrifaríku ákvörðun - var Davíð svo sannfærður um þjóðnýtingarleiðina - að hann var tilbúinn á sunnudagskvöldinu að beita öllum brögðum til að fá efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar - Tryggva Þór Herbertsson sem leist illa á hugmyndina - til að tala máli hennar. Þeir eiga einkasamtal inn á skrifstofu Davíðs, og segir Tryggvi svo frá fundinum: „Ég var rétt byrjaður, þá trylltist hann, sagði að ég væri að grafa undan tillögum hans og sagði: „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. ... Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira