Eldri borgarar taki þátt Ragnar Sverrisson skrifar 10. ágúst 2010 06:00 Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir skjólstæðinga sína að þessi starfssemi væri þar sem auðvelt er að vera í sambandi við annað fólk og njóta samvista við það; vera beinir þátttakendur hins daglega lífs bæjarbúa eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. Það verði ekki gert með því að búa um eldra fólkið í útjaðri bæjarins eins og talsmenn undirskriftarsöfnunarinnar bentu á. Þá er meiri hætta á einangrun með þeim afleiðingum sem því fylgir fyrir gamla fólkið og okkur hin sem fylgjum í kjölfarið fyrr en varir. @Megin-Ol Idag 8,3p :Í niðurstöðum íbúaþings árið 2004 um nýskipan miðbæjarins var áhersla lögð á að hann verði líflegur vettvangur mannlífs og skemmtunar. Margir þingfulltrúar vöktu einmitt athygli á því að fjölga þyrfti íbúðum í miðbænum eða næsta nágrenni hans til þess að ná þessu markmiði. Þeir sáu fyrir sér íbúðir þar sem hófleg ganga frá þeim inn í kjarna miðbæjarins yrði hluti daglegs lífs. Þar hittist fólk og nýtir sér þjónustu af ýmsum toga í skjólgóðu og hlýlegu umhverfi. Því lagði íbúaþingið til að í útjaðri miðbæjarins yrðu íbúðir og hljóðlát byggð en öll þjónustustarfssemi og skemmtanir á miðsvæðinu sjálfu sem truflaði þó ekki þá sem heima sitja. Þessi sýn opnar möguleika á að byggja öldrunarheimili til dæmis á svæðinu frá Bautanum og suður að Samkomuhúsinu, á gamla íþróttavellinum og á svæðinu niður eftir Oddeyri norðan Strandgötu. Þarna eru margir áhugaverðir valkostir til að byggja slík heimili fyrir aldraða og falla vel að því deiliskipulagi sem nú liggur fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að vísu eru þær ekki í takt við þær hugmyndir sem uppi eru um að fjölga bensínstöðvum og efla veitingarekstur með viðeigandi bílaumferð í útjaðri miðbæjarins. En vonandi stuðla ofangreindar undirskriftir að því að rétta af þann óheilla kúrs sem þau mál hefur ratað í og fundin verður staður fyrir gamla fólkið sem tengir það mannlífi og þjónustu sem það, eins og aðrir, vilja nýta sér.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar