Stelpurnar okkar: Vonbrigði á vonbrigði ofan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. ágúst 2010 08:00 Rakel var á hækjum eftir leikinn. Fréttablaðið/Daníel Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn