Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2010 22:53 Björgvin Þór Hólmgeirsson skorar eitt marka sinna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Leikurinn fór vel af stað og mikil eftirvænting í báðum liðum eins og er alltaf fyrir þessa leiki, slaginn um Hafnafjörð. Pálmar Pétursson markvörður FH-inga hefði getað sett skilti fyrir utan teig og látið gestina vita að það væri lokað hjá honum þetta kvöldið. Hann varði hvað eftir annað og gaf mikinn kraft í FH-ingana. Haukarnir virkuðu frekar smeykir og klaufalegir í einföldum aðgerðum. Voru lengi í gang og virtust ekki vera fullkomlega klára í leikinn. Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson var eini leikmaður gestanna sem var að finna leiðina framhjá Pálmari í marki heimanna og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleik. Það varð allt brjálað í Kaplakrika þegar Ólafur Gústafsson meiddist er hann reyndi að svífa í gegnum vörn Hauka-liðsins, dæmdur var ruðningur en Ólafur lá í teignum þjáður. Haukar nýttu sér það og voru snöggir í sókn en Pálmar Pétursson varði stórkostlega og stemningin frábær í höllinni. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tíu sekúndur lifðu eftir af fyrrihálfleik. Haukar voru með boltann og Aron Kristjánsson var klókur. Setti Sigurberg Sveinsson inn á og Aron Rafn úr markinu og þar með voru þeir manni fleiri í sókninni og skoruðu mjög mikilvægt mark. Staðan í hálfleik, 13-12, í hörku leik. Það var svo leiks í seinni hálfeik sem að gestirnir komust yfir í fyrsta skipti. Það gaf þeim kraft og sá kraftur fylgdi liðinu fram á lokastundu. Spennan var gífurleg í Kaplakrika í kvöld og enginn gat séð fyrir um hvort þeir hvítu eða rauðu gengu brosandi út úr húsinu þetta kvöldið. Heimamenn voru klaufar í lokin og virtust ekki ráða við spennuna. FH-ingar voru í sókn er staðan var 23-23 og tvær mínútur eftir á leik klukkunni. Gestirnir nýttu sér það og voru snöggir fram í sókn og skoruðu, þar var að verki Bjarki Jónsson. Ólafur Guðmundsson steig upp í lokinn og svaraði fyrir sitt lið. Hann jafnaði leikinn, 24-24, og gestirnir í Haukum með leikinn í hendi sér fara fram í sókn þegar innan við mínúta var eftir. Þeir biðu með það að klára dæmið fram á loka andartak leiksins en það var sett í hendurnar á stórskyttunni Björgvini Þór Hólmgeirssyni, hann þakka fyrir sig með þrumufleyg og tryggði þar með dramatískan baráttusigur í þessum stórskemmtilega Hafnarfjarðaslag, lokatölur sem fyrr segir, 24-25 Haukum í vil. Pálmar Pétursson var frábær í marki heimamanna með tuttugu tvö varin skot. Félagi hans og bronsstrákurinn Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og vildu eflaust margir meira frá honum. Hann skoraði fjögur mörk en var sterkur í vörninni sem og allt liðið. Hauka-liðið var lengi í gang en það var augljóst hver hetja þeirra var í kvöld, Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í sókninni með níu mörk og var lykillinn að sigri Hauka í þetta sinn.Tölfræði leiksins:FH-Haukar 24-25 (13-12)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 5 (10), Ólafur Guðmundsson 4 (11), Bjarni Fritzon 4 (4), Örn Ingi Bjarkason 3 (5), Sigursteinn Arndal 2 (3), Bjarki Sigurðsson 2 (3), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 2 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 22/47 = 47% Hraðaupphlaup: 7 ( Ólafur Guðmunds 2, Bjarni 2, Ólafur Gústafsson, Jón Heiðar, Örn Ingi, Ásbjörn) Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Jón Heiðar) Utan vallar: 4 min. Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (18), Pétur Pálsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (8), Gunnar Berg Viktorsson 2 (2) 1/1, Einar Örn Jónsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (1), Guðmundur Árni 1 (2), Þórður Rafn 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 1 (7)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/34 = 29 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (1/2) = 25 %. Hraðaupphlaup: 10 ( Björgvin 3, Freyr 2, Pétur Páls 2, Þórður, Einar, Elías) Fiskuð víti: 1 (Pétur) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira