Bankinn seldi eignina á 75 milljónir - nýr eigandi vill selja á 200 milljónir 22. janúar 2010 20:17 Landsbankinn. Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að verðið væri hrakvirði að sögn löggilts fasteignasala, en ekki óeðlilegt í því árferði sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel. Ári síðar missti hann atvinnuhúsnæðið vegna kreppunnar. Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum. Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði þar sem verð á fasteignum eru mjög á reiki að sögn kunnugra, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á. Það eru fasteignasölurnar Húseign og Stórborg sem sjá um miðlun viðskiptanna. Eigandi hússins er þó ekki bjartsýnn á að fá greitt í reiðufé fyrir húsið þar sem hugsanlegum kaupendum var, samkvæmt heimildum Vísis, boðið að greiða með lóðum, fasteignum og jafnvel öðrum verðmætum fyrir húsnæðið. Þess skal geta að þó Landsbankinn hafi selt atvinnuhúsnæðið á 75 milljónir þá þýðir það ekki að markaðsvirði þess sé mikið hærra enda erfitt að spá nokkru um raunvirði fasteigna í dag. Viðskiptafréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Eigendur atvinnuhúsnæðisins á Grensásvegi 12 hafa boðið nokkrum einstaklingum húsið til sölu á 200 milljónir króna en eigendurnir keyptu húsið á 75 milljónir króna af Landsbankanum. Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að verðið væri hrakvirði að sögn löggilts fasteignasala, en ekki óeðlilegt í því árferði sem nú ríkir á fasteignamarkaði. Það var verkfræðingur sem keypti eignina árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel. Ári síðar missti hann atvinnuhúsnæðið vegna kreppunnar. Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum. Þrátt fyrir erfiða tíma á fasteignamarkaði þar sem verð á fasteignum eru mjög á reiki að sögn kunnugra, þá hefur eigandi hússins boðið í það minnsta tveimur stóreignamönnum húsnæðið til sölu fyrir 200 milljónir króna, eða á 125 milljónum hærra verði en bankinn seldi það á. Það eru fasteignasölurnar Húseign og Stórborg sem sjá um miðlun viðskiptanna. Eigandi hússins er þó ekki bjartsýnn á að fá greitt í reiðufé fyrir húsið þar sem hugsanlegum kaupendum var, samkvæmt heimildum Vísis, boðið að greiða með lóðum, fasteignum og jafnvel öðrum verðmætum fyrir húsnæðið. Þess skal geta að þó Landsbankinn hafi selt atvinnuhúsnæðið á 75 milljónir þá þýðir það ekki að markaðsvirði þess sé mikið hærra enda erfitt að spá nokkru um raunvirði fasteigna í dag.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Tengdar fréttir Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi. 21. janúar 2010 20:13