Lúxusþjónusta Besta flokksins Sóley Tómasdóttir skrifar 11. desember 2010 06:45 Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun