Kristinn spáir Akureyri og Fram í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2010 16:15 Bjarni Fritzson og félagar í Akureyrarliðinu eru efstir í deildinni. Mynd/Stefán Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta verði mjög spennandi leikir ekki nema einhverjir hafa farið aðeins lengur í jólasteikinni en aðrir," sagði Kristinn í léttum tón og bætti við: „Ég ætla að veðja á það að þetta fari eftir stöðunni í deildinni. Ég held að Akureyri vinni Hauka og að Fram vinni FH. Lið Akureyrar og Fram eru best mönnuð í dag það er að þau eru að fá mest út úr sem flestum," segir Kristinn. Leikur Fram og FH hefst klukkan 19.30 og klukkan 21.15 byrjar síðan leikur Akureyrar og Hauka. Framarar hafa leikið vel á síðustu vikum. „Þó að Fram hafi tapað síðasta leik þá er það gríðarlega vel mannað og vel stjórnað lið. Þeir eru öflugri á flestum sviðum miðað við FH-liðið eins og staðan er í dag. Ég held að þeir klári þann leik," segir Kristinn. „Ég held að það sé svo mikil gredda í Akureyrarliðinu og að þeir ætli að fara í þetta mót til þess að reyna að vinna það. Ég hef trú á því að þeir séu ekkert saddir þó að þeir séu efstir í deildinni núna," sagði Kristinn sem spáir Akureyri sigri í væntanlegum úrslitaleik á móti Fram á morgun. „Ég held að þeir séu líklegastir til að fara inn í þetta mót með þeim formerkjum að ætla virkilega að reyna að vinna það. Það ætla sér allir að vinna þessa leiki en hin liðin leyfa sér kannski aðeins að rúlla aðeins á mannskapnum. Ég held að að Akureyri haldi áfram að keyra á þetta mót með það markmið að vera efstir í öllu sem þeir taka þátt í," sagði Kristinn en tekur það jafnframt fram að allt geti gerst. „Það má vel verða að það verði síðan Hafnarfjarðarslagur á morgun. Það er ómögulegt að segja til um það þó að ég sé að spá Fram og Akureyri sigri þá er ég ekki að spá þeim stórsigri í þessum leikjum. Þetta verða hörkuleikir," sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Vísir fékk Kristinn Guðmundsson, annan þjálfara karlaliðs HK til þess að spá í undanúrslitaleiki í deildarbikar karla í handbolta sem fara fram í Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Kristinn spáir jöfnun og spennandi leikjunum en býst við því að Akureyri og Fram mætist í úrslitaleiknum. „Ég á ekki von á öðru en að þetta verði mjög spennandi leikir ekki nema einhverjir hafa farið aðeins lengur í jólasteikinni en aðrir," sagði Kristinn í léttum tón og bætti við: „Ég ætla að veðja á það að þetta fari eftir stöðunni í deildinni. Ég held að Akureyri vinni Hauka og að Fram vinni FH. Lið Akureyrar og Fram eru best mönnuð í dag það er að þau eru að fá mest út úr sem flestum," segir Kristinn. Leikur Fram og FH hefst klukkan 19.30 og klukkan 21.15 byrjar síðan leikur Akureyrar og Hauka. Framarar hafa leikið vel á síðustu vikum. „Þó að Fram hafi tapað síðasta leik þá er það gríðarlega vel mannað og vel stjórnað lið. Þeir eru öflugri á flestum sviðum miðað við FH-liðið eins og staðan er í dag. Ég held að þeir klári þann leik," segir Kristinn. „Ég held að það sé svo mikil gredda í Akureyrarliðinu og að þeir ætli að fara í þetta mót til þess að reyna að vinna það. Ég hef trú á því að þeir séu ekkert saddir þó að þeir séu efstir í deildinni núna," sagði Kristinn sem spáir Akureyri sigri í væntanlegum úrslitaleik á móti Fram á morgun. „Ég held að þeir séu líklegastir til að fara inn í þetta mót með þeim formerkjum að ætla virkilega að reyna að vinna það. Það ætla sér allir að vinna þessa leiki en hin liðin leyfa sér kannski aðeins að rúlla aðeins á mannskapnum. Ég held að að Akureyri haldi áfram að keyra á þetta mót með það markmið að vera efstir í öllu sem þeir taka þátt í," sagði Kristinn en tekur það jafnframt fram að allt geti gerst. „Það má vel verða að það verði síðan Hafnarfjarðarslagur á morgun. Það er ómögulegt að segja til um það þó að ég sé að spá Fram og Akureyri sigri þá er ég ekki að spá þeim stórsigri í þessum leikjum. Þetta verða hörkuleikir," sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira