Sterkar íslenskar konur í Marie Claire Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2010 11:57 Blaðamaður Marie Claire var hér á landi nýverið til að fræðast um jafnréttislandið Ísland. Myndirnar úr greininni má sjá í myndasafninu fyrir neðan. „Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn Skroll-Lífið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn
Skroll-Lífið Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira