Ingibjörg Sólrún óttast ekki að verða dregin fyrir dóm 9. apríl 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir býst ekki við því að verða sótt til saka. Mynd/ Anton. Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrrum utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fengið að sjá fjórar síður úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og segist næsta viss um að hún verði ekki sótt til saka samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um ráðherraábyrgð. Í aðdraganda efnahagshrunsins hafi efnahags- og fjármál enda verið á borðum annarra ráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við Ingibjörgu á High North, heimasíðu þýsks blaðamanns hjá Focus og Financial Times en hann ræddi við fyrrum ráðherrann í vikunni. „Það gætu orðið lagaflækjur, en það á ekki við um mig," segir Ingibjörg. Í viðtölum við rannsóknarnefndina hafi hún ekki getað upplýst um margt. „Sem utanríkisráðherra hafði ég ekki mikið á borðinu sem snerti fjármálageirann. Þetta var aðallega á borði forsætisráðherra sem bar almennt séð ábyrgð á efnahagsmálum og Seðlabankanum," segir Ingibjörg: „Einnig á borði viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðherra. Hinir vissu líklega mun meira en ég." Ingibjörg segist ekki sjá neitt það sem hún hefði getað gert betur í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Þó hefði pólitískt séð átt að gera meiri kröfur til samstarfsflokksins í upphafi samstarfsins, svo sem um breytingar á stjórnsýslu. Það hafi verið mistök að telja Geir Haarde sjálfstæðan formann, en ekki fastan í skugga Davíðs Oddssonar. Að ganga til ríkisstjórnarsamstarfsins hafi þó ekki verið mistök, því annars hefðu sjálfstæðismenn myndað stjórn með VG, sem hefði ekki verið betra: „Það er margt sem sameinar þessa flokka, til dæmis þjóðernishyggjan og andstaðan við Evrópusambandið," segir Ingibjörg, sem hefur miklar áhyggjur af vegferð Íslands í ESB. Enginn tali fyrir því að Ísland gangi inn, enda sé það ekki líklegt til vinsælda. Aðildin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira