Landnám ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun