„Fréttir“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2010 06:00 Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis-sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætisráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæðagreiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samningamönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæðagreiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna" umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleikans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnarmeirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var uppspuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun