Friður og frjáls viðskipti Einar Benediktsson skrifar 14. júlí 2010 06:00 Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun