Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. apríl 2010 21:22 Ólafur Stefánsson var frábær með 10 mörk og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira