Endurskoða ætti lögin 27. janúar 2010 04:30 Erindið kallaði Guðni: „Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ og fjallaði um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi.fréttablaðið/stefán Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira